Karellen
news

8. nóvember Dagur gegn einelti

08. 11. 2019

8. nóvember Dagur gegn einelti:

Við í Andabæ erum að vinna með verkefnið Vinátta sem er á vegum Barnaheilla. Í Vináttu verkefninu er lögð áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir, samkennd, umhyggju, vináttu og vellíðan og er efnið því forvarnarverkefni gegn einelti. Vinátta nýtist þannig í því hlutverki skóla að stuðla að almennri menntun barna með áherslu á félags- og tilfinningaþroska og hæfni þeirra til að takast á við áskoranir daglegs lífs. Í morgun var opið á milli deilda og þá gátu litlir og stórir vinir leikið sér saman. Unnin voru verkefni því tengt sem og einnig voru þau spurð hvað er vinátta? og hvað er vinur?

© 2016 - 2024 Karellen