news

Fengum Grænfánann í 8. sinn í dag

16. 12. 2019

Leikskólinn Andabær tók á móti Grænfánanum í 8. sinn í morgun. Sigurlaug frá Landvernd kom og afhenti fánann. Við buðum vinum okkar úr Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar að gleðjast með okkur, þar er stór hluti nemanda sem hafa stundað nám í leikskólanum okkar og tekið þátt í að halda fánanum. Þetta var notaleg stund og mikil gleði, börnin sungu nokkur jólalög í lokin. Nú er að setja sér markmið til næstu tveggja ára til að viðhalda fánanum.

Skólahópurinn tók á móti fánanum. Hér eru þau ásamt Sigurlaugu frá Landvernd.

© 2016 - 2020 Karellen