news

Notaleg stund í Andabæ með foreldrum og vinum okkar.

06. 12. 2019

Þann 4. desember áttum við notalega stund með foreldrum og vinum í leikskólanum. Boðið var upp á kakó og smákökur í leiðinni, opnuðum við skipti fatamarkaðinn okkar en hann verður uppi fram í næstu viku. Góð stemming var í húsi og gaman að sjá hversu margir sáu sér fært að koma. Starfsmenn og börn þakka ykkur öllum fyrir komuna.


Foreldrafélagið kom færandi hendi og gaf börnum skólans bókagjöf. Fallega myndskreyttar sögur eftir H.C. Andersen. Ómetanlegt að eiga gott foreldrafélag, takk fyrir okkur.

© 2016 - 2020 Karellen