Karellen
news

Réttindaskóli UNICEF

06. 10. 2021

Leikskólar Borgarbyggðar eru að hefja vegferð sína í að gerast Réttindaskólar UNICEF. í september sátu fulltrúar frá öllum skólunum námskeið á vegum UNICEF og átti Andabær 5 fulltrúa þar sem munu leiða verkefnið í skólanum. Markmið Réttindaskóla er að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi. Með þetta að markmiði eru grunnforsendur Barnasáttmálans útgangspunktur fyrir allar ákvarðanir í skólastarfiu auk þess sem þær endurspeglast í samskiptum barna og starfsmanna.

© 2016 - 2024 Karellen