Siptifatamarkaður

05. 12. 2018

Við í Andabæ erum með skiptifatamarkað í gangi og er það hluti af grænfánaverkefninu okkar. Foreldrar og starfsfólk hafa safnað saman fötum og komið þeim til okkar. Þetta gott dæmi um samfélagsverkefni sem gagnast almenningi í kringum okkur. Flest barnafólk kannast við það hvernig börn vaxa upp úr fötum sem er nýbúið að kaupa. Skiptifatamarkaðurinn er einnig umhverfisvænn og eykur nýtingu hlutanna okkar. Foreldrar geta (óháð því hvort þeir komu með föt í upphafi) komið og fengið föt á börn sín. Mikil ánægja hefur verið þessa tvo daga sem skiptifatamarkaðurinn hefur staðið og ætlum við því að hafa hann út vikuna.

© 2016 - 2019 Karellen