Karellen
news

Blær og starfsmanna breytingar

30. 10. 2018

Jæja eins og þið sáuð öll á póstinum frá Ástu í gær þá er að styttist í að Tóta fari að unga út einu barninu í viðbót og verður hún því bara hjá okkur núna út vikuna. Linda Sif tekur við deildarstjórastöðunni á meðan Tóta er í fæðingarorlofi með Áslaugu sér innan handar fyrir hádegi og svo ætlar Sandra að koma og vera hjá okkur eftir hádegi. Svo er Guðrún auðvitað hjá okkur líka allan daginn :)

Annars er allt gott að frétta af frá okkur. Blær er farinn að verða mun sýnilegri hjá okkur og gerðum við þennan stóra og flotta Blæ saman um daginn. Börnin hjálpuðust að við að mála hann og tekur hann sig einkar vel út á veggnum þar sem hann ætlar að "vaka yfir okkur" og hjálpa okkur að muna eftir vináttunni :)

Það er bara ótrúlegt hvað tíminn lýður hratt og jólin verða komin áður en við vitum af. Enda er aðeins farið að læðast inn eitt og eitt jólalag í söngstundum hjá okkur..... alfarið að ósk og áhuga barnanna ;) og oftast koma jólalögin í sjálfsprottnum söng hjá þeim við kennararnir náum nú aðeins að halda aftur að jólalögunum en það er nú allt í lagi svona eitt og eitt :)

En hafið það bara sem allra best :)

© 2016 - 2024 Karellen