Karellen
news

Breytingar og almenn gleði

19. 06. 2018

Jæja nú er löngu kominn tími á fréttir frá Goðheimum. Það hefur ýmsilegt gerst síðustu daga sem vonandi allir eru meðvitaðir um. En við skulum nú samt sem áður aðeins fara yfir gang mála J

Allt byrjaði þetta með að hún Sæa okkur hætti og þökkum við henni að sjálfsögðu fyrir samveru og óskum henni velfarnaðar í nýjum verkefnum. Svo verður Hafdís á einhverju flakki á milli deilda fram að sumarfríi í afleysingu og svoleiðis. En við deildarstjórastöðunni tók hún Tóta eða Sigurbjörg Þórunn. Hún er leikskólakennari og var að flytja til okkar frá Hvammstanga þar sem hún vann á leikskólanum. Tóta á 3 börn á leikskólanum eitt á hverri deild, þau Bergdísi Ingunni 5 ára (fædd 2012) sem byrjaði hér á Goðheimum, Reyni Martein 3 ára á Áflheimum og Kristófer Gunnar 1 árs á Hulduheimum.

Á sama tíma kom hún Rakel María til okkar. En hún verður leiðbeinandi hjá okkur með námi sem hún stundar í Búvísundum. Hún býr í sveitinni eða á Kaðalstöðum. Eins og Tóta þá á Rakel líka börn á leikskólanum en það eru þeir Bergur Kári 1 árs á Hulduheimum og Barði Rafn að verða 4 ára á Álfheimum.

En þannig að inni á Goðheimum verða allavega fram að sumarfríi Tóta, Helen og Rakel svo kemur allt í ljós hvort það verði einhverjar frekar breytingar :) aldrei að vita :)

Annars er alveg ótrúlegt miðað við allar breytingarnar þá hefur allt gengið vonum framar inni á deild. Börnin sína ótrúlega aðlögunarhæfni og taka nýju starfsfólki og breytingum rosalega vel og eru mjög dugleg að sýna okkur nýja starfsfólkinu hvernig og hvar hlutirnir eiga að vera J og finnst sko alls ekki leiðinlegt þegar við gerum óvart eitthvað vitlaust og þau geta leiðrétt okkur :)

Annars er auðvitað allt búið að ganga sinn vanagang. Fórum og fylgdumst með þegar kúnum var hleypt út og skelltum okkur í 17. júní skrúðgöngu. Í dag er svo hjóladagur og spenningurinn var verulega mikill og gleðin við að fá að hjóla fyrir utan lóð þeim um meiri. Vonandi náum við að setja inn myndir frá deginum við fyrsta tækifæri. Eins reynum við að fara svolítið út í Skjólbelti þegar veðrið er með okkur í liði en þar höfum við verið að fara í leiki og haft gaman.

En held þetta sé komið gott í bili. Við erum allavega fullar tilhlökkunar að takast á við komandi verkefni og samstarfsins við ykkur foreldrana.

Við höfum ekki verið alveg nógu duglegar með myndavélina, en batnandi fólki er best að lifa og komum við voandi sterkar inn á næstu dögum.

Þið megið vera stolt af flottu snillingunum ykkar :)

© 2016 - 2024 Karellen