Karellen
news

Fréttir frá Goðheimum

08. 01. 2019

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Í dag fórum við í álfagöngu með grunnskólanum og kvöddum jólin, gengið var með kyndla inn í Skjólbelti þar sem kveikt var í jólatrjánum og sungin nokkur lög.

Við á Goðheimum erum búin að hafa það gott í desember og bralla ýmislegt tengt jólunum, teikna og lita myndir, perla og föndra. Við áttum dásamleg litlu jól, höfðum jólaball þar sem jólasveinn kom í heimsókn til okkar og gaf okkur pakka og eftir það snæddum við jólamat með tilheyrandi meðlæti. Teiknaðar voru myndir af jólasveinum til að skreyta deildina okkar og margir lituðu myndir af jóla Blæ. Við erum að æfa okkur í að vera góðir vinir og þar er Blær að aðstoða okkur. Í janúar verður þorrinn og gamli tíminn þema mánaðarins og munum við gera einhver skemmtileg verkefni tengd því.

© 2016 - 2024 Karellen