news

Fréttir af Hulduheimum

06. 12. 2018

Á Hulduheimum höfum við verið að fást við ýmislegt síðustu vikur.
Við höfum verið dugleg að föndra fyrir jólin auk þess sem við lögðum okkar að mörkum til að halda upp á 100 ára fullveldisafmæli Íslands með því að mála myndir með fánalitunum okkar.

Við erum búin að jólaskreyta smá og stefnum að því að njóta desember og hafa það huggulegt.

Þó við ætlum að hafa það huggulegt í desember þá er samt nóg um að vera. Alla mánudaga í desember hittast börn og starfsfólk leikskólans í salnum og halda smá aðventustund þar sem kveikt er á aðventukransi og sungin nokkur jólalög.
12. desember er jólapeysudagur og þá hvetjum við börn og starfsfólk til þess að mæta í jólapeysum í leikskólann. 13. desember er svo jólaball, en þetta eru einskonar litlu-jól þar sem börn og starfsfólk koma í betri fötum í leikskólann, dansa í kringum jólatréð, fá jafnvel einhverja heimsókn frá rauðklæddum mönnum og borða síðan jólamat saman.

Kveðja frá öllum á Hulduheimum

© 2016 - 2020 Karellen