Karellen
news

Fréttir af Hulduheimum

31. 01. 2019

Góðan dag.
Ýmislegt hefur verið um að vera hjá okkur á Hulduheimum síðustu vikur.

Þorrinn er genginn í garð og erum við þessa dagana að vinna að listaverkum í anda þorranns. Þau munu koma upp á vegg fljótlega :)

Ekki gekk eftir að auka fjölda göngutúra eins og við stefndum að í byrjun mánaðarins þar sem allt hefur verið á kafi í snjó og mikið frost flesta daga. Frostið hefur aðeins haft áhrif á okkar venjulegu rútínu en útiverum hefur aðeins fækkað sérstaklega hjá þessum yngri. En við reynum að fara út allavega 1x á dag, þó það sé ekki nema í nokkrar mínútur í senn.

Í janúar kom Allý (Aðalheiður) leikskólakennaraneminn okkar til okkar og mun hún koma til okkar einu sinni til tvisvar sinnum í viku næstu vikurnar. Börnin hafa tekið vel á móti henni og verður spennandi að aðstoða hana við þau verkefni sem hún á að framkvæma hjá okkur.

Í næstu viku byrjar eitt barn í aðlögun hjá okkur svo það fer stöðugt fjölgandi á Hulduheimum og tökum við vel á móti því barni sem og fjölskyldu þess.

Við erum alltaf að leika okkur að opnum efnivið svo við hvetjum foreldra og velunnara leikskólans að koma með allskonar efnivið til okkar ef þið hafið tök á. Svo sem dósir, brúsa, keðjur, lykla, box og í raun og bara hvað sem er. Við getum svo séð um að flokka frá það sem við teljum ekki henta fyrir leik barnanna ef þið eruð ekki alveg viss.

Látum þetta duga í bili
Kveðja frá öllum á Hulduheimum





© 2016 - 2024 Karellen