news

Fréttir af Hulduheimum

27. 09. 2018

Góðan dag

Nú er starfið komið á fullt hjá okkur á Hulduheimum. Við leggjum mikið upp úr því að börnin fái tækifæri til þess að leika sér og sinna daglegu starfi í rólegu umhverfi og því reynum við að skipta barnahópnum upp í 2-3 minni hópa, þannig að hvert og eitt barn fái að njóta sín. Þetta hefur reynst mjög vel og líður öllum, bæði börnum og starfsfólki vel með þetta fyrirkomulag.

Við erum hægt og rólega að prófa okkur áfram í listsköpun og höfum verið að dunda okkur undanfarið við að mála myndir og fleira.

Tónlist og söngur einkennir starf okkar alla daga og erum við annað hvort að hlusta á tónlist eða syngjandi um leið og við leikum okkur. Lögin sem við erum helst að syngja þessa dagana eru "rammsammsam. klappa saman lófum, lonníetturnar, fimm litlir apar og ding-dong sagði lítill grænn froskur".

Haustið er greinilega komið með sínu misskemmtilega veðri og hefur það aðeins komið í veg fyrir að við höfum getað notið útiveru eins mikið og við vildum, en við reynum samt sem áður alltaf að fara út a.m.k. einu sinni á dag, þó það sé ekki nema í nokkrar mínútur. En alveg má búast við því að það komi dagar inn á milli þar sem við komumst lítið sem ekkert út.

Annars viljum við bara minna á að í október munum við í leikskólanum vinna með Venju 2, Í upphafi skal endinn skoða, í Leiðtoganum í mér. Einnig munum við vinna með þemað "Haust" og tengja starf okkar við haustið, m.a. í gegnum listsköpun og fleira.

Kær kveðja
Frá öllum á Hulduheimum

© 2016 - 2021 Karellen