news

Fréttir frá Hulduheimum

01. 11. 2018

Góðan daginn

Af Hulduheimum er allt gott að frétta. Lífið gengur sinn vanagang.

Við höfum verið mjög dugleg við að fara út að leika síðustu vikur enda hefur veðrið verið mjög gott. Það er fyrst í dag sem við fórum ekki alveg öll út fyrir hádegi vegna kulda og það er eitthvað sem gæti farið að gerast oftar eftir því sem kólnar meira úti.

Við höfum verið nokkuð dugleg við að fara í göngutúr með nokkur börn í einu og tekið stuttan hring um Hvanneyri og jafnvel stoppað á sparkvellinum við grunnskólann og hlaupið um.

Við höfum síðustu daga verið að mála myndir og er von á þeim upp á vegg von bráðar :)

Hluti af elstu börnunum er farið að fara í málörvun nokkrum sinnum í viku og munu fleiri börn fara í málörvun eftir því sem þau eldast og þolinmæði þeirra og úthald í svona skipulagða vinnu eykst. Þetta hafa verið mjög skemmtilegar stundir og bjóða upp á skemmtileg samskipti á milli barna og kennara en einungis tvö börn eru í hverri málörvunarstund ásamt kennara.

Við viljum minna á starfsdaginn á mánudaginn, 5. nóvember, en þá er leikskólinn lokaður.

Kær kveðja frá öllum á Hulduheimum

© 2016 - 2020 Karellen