news

Gleðilegt ár

10. 01. 2019

Við á Hulduheimum óskum ykkur gleðilegs árs og þökkum fyrir það gamla.

Árið byrjar vel hjá okkur og eru allir að skila sér til baka eftir jólafrí. Nú í byrjun janúar byrjuðu þrír drengir á deildinni hjá okkur og bjóðum við þá og fjölskyldur þeirra velkomin til okkar.

Það er ýmislegt framundan hjá okkur en í byrjun febrúar mun Alla fara á námskeið hjá Barnaheill þar sem fjallað verður um Vináttuverkefnið og hvernig hægt er að nota það með börnum yngri en 3 ára. Í kjölfarið munum við á Hulduheimum byrja að vinna með verkefnið og verður nánari lýsing og upplýsingar um verkefnið send út að námskeiðinu loknu.

Við munum leggja áherslu á vinnu með Lubba námsefnið á næstu mánuðum auk þess sem við munum reyna að nýta Tákn með tali í daglegu starfi með börnunum að einhverju leiti. En tákn með tali er góð aðferð til þess að efla málþroska barna.

Ef við fáum áfram vorveður eins og verið hefur munum við reyna að fara oftar í göngutúra svo ef þið sjáið okkur á röltinu um Hvanneyri megið þið endilega smella á okkur einu "veifi" :)

Látum þetta duga í bili
Kveðja frá starfsfólki og börnum á Hulduheimum


© 2016 - 2021 Karellen