Karellen
news

Foreldrafélagsfundur

08. 10. 2021

Miðvikudaginn síðasta, 6. október, var haldinn aðalfundur foreldrafélagsins hér í Andabæ. Boðið var upp á grænmetissúpu Halldóru og sáu deildastjórar leikskólans um kynningu á skipulagi leikskólans. Það sköpuðust góðar umræður og áttu foreldrar notalega stund saman. Anna Kristín og Sigríður Ása fóru úr stjórn og þökkum við þeim fyrir gott starf á síðustu tveim árum, Ellert mun sitja áfram næsta skólaár. Þau Björk og Eiríkur Ágúst buðu sig fram í stjórn til næstu tveggja ára og bjóðum við þau velkomin til starfa í stjórn foreldrafélagsins.

© 2016 - 2022 Karellen