Karellen
news

Gleði í leikskólastarfi Andabæjar í Febrúar

12. 02. 2021

Mikið hefur verið um að vera í leikskólanum Andabæ í febrúar mánuði og hefur það verið mikil tilbreyting þar sem covid hefur verið aðeins að setja strik í reikninginn hjá okkur.

Tannverndar vika var í fyrstu viku febrúar og gerðu börnin ýmis verkefni því tengt og einnig fengu þau fræðslu um tannhirðu og hollustu.


Haldið var þorrablót hjá okkur þann 4.febrúar og fengum við að smakka þjóðlegan mat og var því mis vel tekið. Að þessi sinni borðuðu allir inni á sinni deild en hefðin er að gera langborð inn á sal og allur skólinn borði saman. En það er margt sem hefur breyst í þessu ástandi. Ekki náðist að taka hópmynd af yngstu nemendum skólans.


Dagur leikskólans var þann 6.febrúar, en haldinn hátíðlegur í skólum landsins þann 5. Febrúar. Við í Andabæ höfum haldið í þá hefð að bjóða foreldrum í morgunkaffi þennan dag en verður að bíða fram á næsta ár. Í tilefni Dags leikskólans hlaut allt leikskólastig landsins viðurkenninguna Orðsporið 2021 fyrir framúrskarandi starfi við að halda uppi öflugu og metnaðarfullu leikskólastarfi á erfiðum tímum heimsfaraldurs. Við þökkum fyrir flotta viðurkenningu og erum mjög stoltar að vera hér fyrir ykkur og börn ykkar.

112 dagurinn var þann 11.febrúar og erum við svo heppin að hún Alla okkar erí björgunarsveit og kom í fullum skrúða og gaf endurskynsmerki og spjallaði við börnin.

Vinadagur er haldinn í dag hjá okkur og höfum við haldið hann nálægt Valentínusardegi ár hvert. Þetta er eitt af samstarfsverkefnum okkar við grunnskólann og í ár þá hittumst við í útinámi og skemmtum okkur. Elstu tveir hópar grunnskóla hittu yngstu nemendur leikskólans og þrír elstu árangar leikskólans hittu þrjá yngstu árganga grunnskólans. Alltaf gott að vera með góðum vinum úti. Þarna hittust vinir, systkini, fændur og frænkur,

Í næstu viku eru svo Bolludagur, sprengidagur og öskudagur og einnig stelpudagur sem haldinn er í tilefni konudags, þá gera strákarnir einhverja gjöf fyrir stelpurnar þar sem stelpurnar gáfu strákunum heimatilbúna gjöf. Leikskólahúsnæðið okkar verður 12 ára 24.febrúar en starfsemin er mun eldri, fyrsti vísir af leikskólastarfi er uppúr 1982 hér á Hvanneyri.

Já það er líf og fjör í leikskólastarfinu á Hvanneyri og ýmislegt brallað.

© 2016 - 2022 Karellen