Karellen
news

Gönguferð í myrkrinu

14. 01. 2022

Það er allt gott að frétta hjá okkur í Andabæ þrátt fyrir ýmis konar veður síðustu daga og hafa krakkarnir verið mjög dugleg að fara út í allskonar veðrum og kynnst ýmsum vindáttum. Við tókum þátt í föstudeginum dimma og var vasaljósadagur hjá okkur í dag. Í morgun fengu krakkarnir val um að vera í skólanum eða fara í göngutúr í klettana og var það þvert á aldur, nær allir krakkarnir völdu gönguferðina. Haldið var út í myrkrið með með vasaljósin og var það mjög skemmtileg upplifun fyrir þau enda dásamlegt veður. Tóta deildastjóri tók mjög skemmtilegar myndir í göngutúrnum og koma þær hér.

© 2016 - 2022 Karellen