Karellen
news

Ýmislegt að gera í Andabæ

02. 03. 2022

Það er búið að vera margt um að vera í Andabæ í janúar héldum við upp á strákadaginn í tilefni bóndadags. Þá var haldinn stelpudagur í febrúar í tilefni konudags og fengu allir hálsmen sem þau bjuggu til fyrir hvort annað.

Þorrablót var haldið í Andabæ og bjuggu börnin til þorrakórónur og fengu smakk af hinum hefðbundna þorramat við mismikinn fögnuð.

Snjórinn lét sjá sig og var honum vel tekið.

Snjóri kom líka inn þegar ekki var hægt að fara út


© 2016 - 2022 Karellen