news

Nýr samsarfssamningur undirritaður.

28. 05. 2019

Í dag fórum við í gönguferð út í skjólbeltin og fengum að sjá generalprufu hjá nemendum grunnskólans en árshátíð Hvanneyrardeildar er í dag. (Hulduheimar voru heima og nutu þess að hafa lóðina útaf fyrir sig) Nemendur sýndu okkur leikritið Ronja Ræningjadóttir. Síðan var undirritaður nýr samstarfssamningur á milli leikskólans- grunnskólans og háskólans en 10 ár eru síðan skrifað var undir síðasta samning og mun sá nýi ná til næstu 10 ára. Samstarfssamningurinn mun koma út á rafrænu formi á heimasíðum skólanna. Í lokin var svo pylsupartý sem var í boði Lbhí. Þetta var góð stund sem við áttum saman þrátt fyrir smá kulda.


© 2016 - 2020 Karellen