Karellen
news

Vinahópahittingur

01. 03. 2018

Í gær, miðvikudaginn 28. febrúar var vinahópahittingur en það er samstarfsverkefni á milli leikskólans og GBF Hvanneyrardeildar.

Þessir vinahópar eru hugsaðir til þess að styrkja samstarfið á milli leik- og grunnskólans og til þess að börnin kynnist þeim börnum sem þau koma til með að vera með í skóla í framtíðinni.

Að þessu sinni komu börn úr 4. og 5. bekk og heimsóttu börnin á Hulduheimum. Þar hjálpuðust allir að við að klæða sig í útifötin og fóru svo út á leikskólalóð og léku saman.

3. bekkur kom og heimsótti skólahóp og fóru þau einnig út að leika á leikskólalóðinni.

Goðheimabörnin sem fædd eru árið 2013 heimsóttu GBF Hvanneyrardeild og spiluðu þar með 2. bekk.

Álfheimabörnin hittu 1. bekk og fóru með þeim í göngutúr, m.a. út í Frúargarð.

Þetta var mjög skemmtilegt og hlökkum við til að endurtaka leikinn.















© 2016 - 2024 Karellen