Karellen
news

Nýjar fréttir af Goðheimum

02. 10. 2018

Jæja alltof langt síðan síðast..... en betra seint en aldrei :)

Það hefur sko ýmislegt drifið á okkur daga hér á Goðheimum. Þrjú ný börn hjá okkur og tvö farin. Þau Reynir, Rebekka Lárey og Jón hafa öll aðlagast vel að hópnum og ekki að sjá á þeim í leik og starfi að þau séu "nýlega" flutt til okkar. Og takk fyrir samveruna elsku Bogi Þór og Vigdís Anna. Við höfum líka fengið til okkar nýtt starfsfólk. En þær Sigríður Vaka og Guðrún byrjuðu hjá okkur í september. Guðrún kemur til með að vera hjá okkur inni á Goðheimum en Sigríður Vaka er í afleysingu en hefur mikið verið hjá okkur. Eins og einhverjir vita eflaust þá slasaði Linda Sif sig og hefur því aðeins verið rót á starfsfólki. En svo fengum við hana Rakel (mömmu Barða Rafns) til að koma og vera hjá okkur eins og hún getur með náminu sínu. En við sjáum nú fyrir endan á þessu og mun Linda Sif koma til okkur von bráðar :)

Við fórum um daginn í gönguferð út í Skjólbelti og svo ótrúlega vildi til að þar fundum við hann Blæ okkar með litla hjálparbangsa með sér. Hann hafði eitthvað villst af leið á leið heim úr sumarfríinu sínu og hafði náð að finna sér skjól í Skjólbeltinu. Börnin tóku auðvitað fagnandi á móti Blæ og erum við að komast á fullt að vinna aftur með hann. Þar sem við erum öll vinir og ætlum að hjálpast að að vera góð hvert við annað og hafa gaman saman.

Skólahópurinn fór svo í sína fyrstu heimsókn í grunnskólann í gær. Þar tók Sólrún Halla deildarstjóri á móti okkur og sýndi okkur skólann. Þar á eftir fengum við að fara inn í byrjendalæsis tíma hjá 1. og 2. bekk og hlustuðum á söguna um hana Súper ömmu og sjóræningjana og teiknuðum svo mynd úr sögunni. Að lokum vorum við svo heppin að fá að leika aðeins úti í frímínútum með krökkunum. Var rosa gaman að sjá hversu áhugasöm börnin voru og stóðu sig eins og hetjur í að sitja og hlusta á söguna.

Við höfum aðeins byrjað á vinnustundum skólahópsins og fer starfið núna alveg að komast á fullt skrið.

Yngri hópurinn okkar nýtur góðs af dagskrá skólahópsins og fær því að njóta sín í botn með fullt af plássi á meðan þau eldri skreppa svona í burtu.

Ætla að láta þetta gott heita í bili.

Bestu kveðjur frá

Snillingunum á Goðheimum :)

© 2016 - 2024 Karellen