news

aðeins að uppfæra smá fréttir

16. 10. 2018

Langaði bara svona að láta ykkur vita en nú eru smá breytingar í gangi hjá okkur. Tóta var að minnka við sig niður í 50% vinnu þar sem styttist óheyrilega mikið í fæðingu :) en svo er hún Linda Sif aðeins að byrja að koma aftur til okkar eftir veikindaleyfi. Mun byrja rólega og sjá hvað höndin þolir og svoleiðis og mun svo auka við sig eftir því sem líður á. Síðan eiga hlutirnir aðeins eftir að skýrast með það hver tekur við af Tótu þegar hún fer í fæðingarorlof og svoleiðis en við munum láta ykkur vita þegar það kemur alveg á hreint :)

Annars er bara allt gott að frétta af okkur. Erum eins og er að hella okkur á fullu í vina verkefnið okkar. Þó það sé nú alltaf búið að vera þá erum við að reyna að taka extra mikið á vinskapnum núna þessa dagana. Einnig höfum við verið að ræða um líkamann okkur og okkar einkastaði og svoleiðis.

Það er alltaf mikið líf og fjör hjá okkur og hver dagur tekinn með nýju verkefni og nýjum áskorunum :)

Bestu kveðjur frá Goðheimum.


© 2016 - 2020 Karellen