Karellen
news

Fréttir frá Álfheimum okt. 18.

03. 10. 2018

Fréttir frá Álfheimum

Kæru foreldrar

Nú er starfið hjá okkur á Álfheimum komið í fastan farveg. Við leggjum mikið upp úr málörvunarstundumog hafa þær stundir fastan sess á móti öðrum hópastundum.

Börnunum er skipt í tvo hópa, og á það við um allt starf sem nefnt er hé að neðan ss. myndlist, Lubbafræðslu, íþróttir í sal,

könnunarleiknum þar sem unnið er með verðlaust efni og það flokkað og rannsakað.

Grænfánafræðsla er einu sinni í viku sem og vinastundir með bangsanum okkar honum Blæ, sem er kominn til okkar aftur eftir sumarfrí og það vildi svo skemmtilega til að hann fannst út í skjólbelti þegar við vorum í göngutúr, hann hafði víst eitthvað villst af leið og var því kærkomið að finna hann aftur í göngutúrnum.Við eigum holukubba tvisvar í viku og eru þær stundir nýttar vel og eru vinsælar.

Við tökum venjurnar í leiðtoganum í mér fyrir tvisvar í viku og í október er unnið með venju 2. sem er í upphafi skyldi endinn skoða. Þemað okkar í október er svo haustið og fléttast það inn í allt starf í þessum mánuði svo það er ljóst að við erum að fást við margt skemmtilegt í leikskólanum.

Útivera skipar að sjálfsögðu stóran sess hjá okkur og förum við út 2 svar á dag , alltaf ef veður leyfir enda er útivera holl og góð fyrir okkur öll.

Með bestu kveðju,

Starfsfólk Álfheima


© 2016 - 2024 Karellen