Karellen
news

Heimsókn frá grunnskólanum og fleira

01. 03. 2018

Í gær, miðvikudaginn 28. febrúar var vinahópahittingur sem er samstarfsverkefni Leikskólans og GBF Hvanneyrardeildar. Að því tilefni fengum við á Hulduheimum 4. og 5. bekk í heimsókn til okkar og aðstoðuðu þau okkur við að klæða okkur í útifötin og léku svo með okkur í útiveru.
Þetta var rosalega gaman og erum við spennt fyrir næsta vinahópahitting.

4. og 5. bekkur að hjálpa okkur í útifötin


Föstudaginn 16. febrúar héldum við stelpudag í tilefni konudagsins sem var sunnudaginn 18. febrúar. Að því tilefni gáfu strákarnir á deildinni stelpunum mynd sem þeir höfðu málað með fallegri kveðju á.

Frá stelpudeginum

Nú er runninn upp nýr mánuður, sem þýðir að við leggjum áherslu á nýja venju í Leiðtoganum í mér. Þennan mánuðinn erum við að vinna með Venju 6, sem heitir Samlegð.

© 2016 - 2024 Karellen