Karellen
news

Álfaganga

09. 01. 2023

Það er hefð fyrir því að við í leikskólanum Andabæ og Gbf Hvanneyrardeild fari saman í Álfagöngu í kringum þréttándann og kveðjum jólin saman. Í morgun fóru börn og kennarar af Goðheimum ásamt nemendum og kennurum úr grunnskólanum í Álfagöngu út í Skjólbelti þar sem við kveiktum í jólatrjánum okkar og yljuðum okkur við smá varðeld og sungin nokkur lög. Þetta var mjög notaleg og skemmtileg stund sem við áttum saman.


© 2016 - 2023 Karellen