Karellen

Leikskólinn Andabær

Virðing - gleði - vinátta

Leikskólinn Andabær á Hvanneyri í Borgarbyggð er þriggja deilda leikskóli sem getur vistað 74 börn samtímis. Deildarnar heita Goðheimar, Álfheimar og Hulduheimar. Leikskólinn var stofnaður af foreldrum veturinn 1982-1983 og var þá staðsettur í kjallara Bændaskólans. Síðar flutti hann í húsnæði Andakílsskóla. Frá 1991 flutti hann í nýtt húsnæði að Túngötu 27 en þá tók Borgarfjarðarsveit við rekstri hans. Byggt var við Andabæ árið 2000 og varð hann þá tveggja deilda leikskóli. Þann 3.október 2005 var opnuð ný deild við Andabæ þar sem fólksfjölgun var mikil á staðnum. Íbúð í parhúsi í eigu sveitafélagsins var breytt í deild fyrir yngstu börnin. Sveitafélögin voru sameinuð 2006 og fékk nýtt sveitafélag nafnið Borgarbyggð. Leikskólinn flutti í nýtt húsnæði í lok febrúar árið 2009 þar sem gamla húsnæðið var orðið of lítið, skólinn stendur nú við Arnarflöt 2. Skólinn er vel staðsettur í umhverfi kletta og náttúru sem býður upp á skemmtilega upplifun og reynslu sem nýtt er í námi barnanna.


© 2016 - 2023 Karellen