Karellen
news

Dagur íslenskrar tungu 2022

14. 12. 2022

Í nóvember var dagur íslenskrar tungu og fengum við nemendur úr Hvanneyrardeild Gbf. í heimsókn. Allir fluttu atriði og var mikil og góð skemmtun og góð samvera nemenda og starfsfólks.

Hulduheimar voru með atriði Krumminn á skjánum

Álfheimar sungu um Rauðhettu litlu

Goðheimar sungu Fyrr var oft í kotið kátt og lagið um það sem er bannað. (mikil veikindi voru þennan dag svo það voru fáir á Goðheimum sem tóku þátt þetta árið )

Grunnskólinn söng, Þannig týnist tíminn

Notaleg samvera og gott samstarf á milli skólanna.

© 2016 - 2023 Karellen