Karellen
news

Baráttudagur gegn einelti 8. nóvember 2022

08. 11. 2022

Leikskólinn er í góðu samstarfi við Grunnskóla Borgarfjarðar og er einn líður í því samstarfi vinahópar. Tilgangur þeirra er sá að leikskólabörnin hafi tengst nemendum sem eru í grunnskólanum þegar þau hefja sína grunnskólagöngu og þannig má fyrirbyggja einelti í grunnskóla og að börn verði síður kvíðin við upphaf skólagöngu. Einnig að börn beri virðingu og umhyggju fyrir öðrum.

5 ára nemendur í Andabæ og þriðji bekkur Hvanneyrardeildar eru saman í vinahóp, hittast í grunnskólanum.

4 ára nemendur í Andabæ og annar bekkur Hvanneyrardeildar hittast í grunnskólanum.

3 ára nemendur í Andabæ og fyrsti bekkur í Hvanneyrardeild hittast í Andabæ.

2 ára og yngri nemendur í Andabæ hafa fjórða og fimmta bekk sem vinahóp og hittast í Andabæ.

Unnin eru sameiginleg verkefni, spilað, púslað eða leikið sér. Með þessu er verið að skapa aðstæður þar sem nemendur kynnast og skapi vinasamband sín á milli. Þessi börn munu eiga eldri vini þegar þau byrja í grunnskóla og nemendur þar þekkja nýja nemendur. Vinahópar hittast skipulega á baráttudegi gegn eineltis sem er í nóvember og á degi umhverfisins í apríl en þá eru nemendur að hreinsa og fegra nærumhverfi sitt.

© 2016 - 2022 Karellen