Karellen
news

Kína

30. 09. 2022

Í morgun vaknaði mikill áhugi nokkurra barna á Kína. Það kom upp sú hugmynd hjá börnunum hvort þau gætu farið í útskriftarferð til Kína og í kjölfarið fóru börnin og kennarar að skoða hvað kostar að fljúga til kína, hvað það tekur langan tíma og hvað væri hægt að gera til að safna svona miklum pening. Börnin skoðuðu myndir frá Kína, m.a. Kínamúrnum og í kjölfarið byggðu þau múrinn úr segulkubbum. Eftir hádegið skoðuðum við fleiri myndir frá Kína, athuguðum hvernig veðrið er þar í dag og hvað klukkan er.

Það er mjög gaman þegar svona áhugi vaknar hjá börnunum og við reynum að nýta tækifærið og fræðast meira.

Hér koma nokkrar myndir af börnunum byggja Kínamúrinn.

© 2016 - 2022 Karellen