Karellen
news

bolludagur, sprengidagur, öskudagur

02. 03. 2022

Uppáhalds þrenning margra er Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur og á það við um okkur í Andabæ. Við höldum í hefðina og fá börnin fiskibollur, rjómabollur og svo baka þau brauðbollur á Bolludaginn. Saltkjöt og baunir eru í hádeginu á Sprengidaginn og svo kemur aðal dagurinn Öskudagur. Í ár var leiðinda veður og hálka, svo við gátum ekki farið í fyrirtæki og sungið fyrir þau svo fulltrúar frá nokkrum fyrirtækjum komu til okkar og við sungum og þau gáfu okkur smá þakklætisvott. Við erum ótrúlega þakklát fyrir heimsóknina.© 2016 - 2022 Karellen